
Þema febrúarmánaðar
Í febrúar er unnið með að minnka matarsóun. Nemendur í 1. - 6. bekk munu vigta dallinn sem er fyrir lífrænan úrgang fyrstu vikuna í febrúar. Í lok þeirrar viku fá nemendur fræðslu og verða með umræður um matarsóun og hvað er hægt að gera til að sporna við henni.
Seinni vikuna verður síðan lífræni úrgangurinn vigtaður að nýju og vonandi sjáum við mun á þyngdinni. Jón Ragnar, húsvörður, mun einnig vigta lífræna úrganginn sem fellur til úti í matsal nemenda.
Í febrúar er unnið með að minnka matarsóun. Nemendur í 1. - 6. bekk munu vigta dallinn sem er fyrir lífrænan úrgang fyrstu vikuna í febrúar. Í lok þeirrar viku fá nemendur fræðslu og verða með umræður um matarsóun og hvað er hægt að gera til að sporna við henni.
Seinni vikuna verður síðan lífræni úrgangurinn vigtaður að nýju og vonandi sjáum við mun á þyngdinni. Jón Ragnar, húsvörður, mun einnig vigta lífræna úrganginn sem fellur til úti í matsal nemenda.

Þema janúarmánaðar
Ákveðið var fyrr í haust að vinna eitt grænfánaverkefni í hverjum mánuði fram að vori. Þema janúarmánaðar er orka og orkusparnaður. Við í grænfánateyminu höfum rætt við Jón Ragnar, umsjónarmann fasteigna, um mögulegan orkusparnað hér í skólanum og við leggjum aðallega áherslu á að kennarar og starfsmenn brýni fyrir nemendum að slökkva alltaf ljós á eftir sér þegar farið er á salerni eða ef maður er síðastur út úr kennslustofunni. Jón Ragnar mun skoða orkunotkun skólans fyrir janúar 2016 og hann mun síðan lesa af mælum í upphafi og við lok janúar 2017 og niðurstöður mældar. Vonandi mun koma fram einhver sparnaður.
Ákveðið var fyrr í haust að vinna eitt grænfánaverkefni í hverjum mánuði fram að vori. Þema janúarmánaðar er orka og orkusparnaður. Við í grænfánateyminu höfum rætt við Jón Ragnar, umsjónarmann fasteigna, um mögulegan orkusparnað hér í skólanum og við leggjum aðallega áherslu á að kennarar og starfsmenn brýni fyrir nemendum að slökkva alltaf ljós á eftir sér þegar farið er á salerni eða ef maður er síðastur út úr kennslustofunni. Jón Ragnar mun skoða orkunotkun skólans fyrir janúar 2016 og hann mun síðan lesa af mælum í upphafi og við lok janúar 2017 og niðurstöður mældar. Vonandi mun koma fram einhver sparnaður.
Lesið í nesið
Lesið í nesið er árlegt verkefni í Álftanesskóla. Í ár voru nemendur í alls kyns skapandi verkefnum innanhúss og úti í nærumhverfi skólans. Í myndmenntar og smíða stofu var hægt að búa til ýmislegt úr verðlausum efnum. Notuð efni hafa safnast upp í flokkunartunnum skólans og margt af því er frá okkur starfsmönnum og foreldrum. Hér eru nokkrar myndir af grænfánaverkefnum sem krakkarnir í 4.-6. bekk hafa búið til. |
Tískusýning hjá 5. bekk
Föstudaginn 25. nóvember var haldinn kærleiksdagur í Álftanesskóla. Hluti af dagskránni var týskusýning sem 5. bekkur hélt. Fötin og fylgihlutirnir sem voru sýndir voru unnin úr endurnýttum efnum í samvinnu við foreldra. Fatnaðurinn var af fjölbreyttum toga og greinilegt að hugmyndaflugið hefur fengið að leika lausum hala. Nemendur úr 10. bekk aðstoðuðu við förðun og hárgreiðslur fyrir sýninguna ásamt því að vera kynnar á tískusýningunni. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og var sýningin mjög vel heppnuð. Myndasýning frá þessum degi er undir flipanum Myndir.
|
Tískusýning á jóla og góðgerðardaginnGrænfána tískusýning er árlegur viðburður og eitt af grænfánaverkefnum skólans sem eru með það meginmarkmið að tengja saman skólann og heimilin. Þátttakendur voru nemendur í 5. bekk og sýna þau búninga sem foreldrar eða fjölskyldurmeðlimir hafa tekið þátt í að búa til. Efnin sem notuð eru í sköpun á búningunum eru verðlaus og endurunnin.
|