Vissir þú:
- að árlega notum við um 500 milljarða af plastpokum – eða um eina milljón poka á mínútu
- að helmingur þess plasts sem við notum, notum við aðeins einu sinni og hendum síðan
- að það tekur plast um 500 – 1000 ár að eyðast í náttúrunni
- að áætlað er að Bandaríkjamenn hendi um 50 milljón plastflöskum í ruslið á hverjum degi og þær fara ekki í endurvinnslu
- að á síðustu 10 árum höfum við framleitt meira plast en allt það plast sem var framleitt samtals á síðustu öld

Hversu lengi eru hlutir að eyðast í náttúrunni?
- Sígarettustubbar - 10-12 ár
- Frauðplast-bolli - 50 ár
- Bylgjupappi - 2 mánuðir
- Frauðplast- Brotnar ekki niður
- Niðursuðudós- 50 ár
- Reipi - 3-14 mánuðir
- Mjólkurferna- 3 mánuðir
- Ál-dós- 200-250 ár
- Rafhlöður – 100 ár
- Timbur- 10-15 ár
- Dömubindi - 500-800 ár
- Bleyjur- 250 - 500 ár